Það er alveg magnað þó svo maður reyni að vera víðsýnn og opinn fyrir nýjungum þá fellur maður alltaf í sömu gryfjuna. Heyrði einhvern tímann gott orðatiltæki að maður ætti ekki dæma bók af bókarkápunni einni saman og þetta á líka við um fólk og ég var einmitt að lenda í þessu að ég hitti manneskju sem ég dæmdi soldið fyrirfram en svo kom viðkomandi alveg skemmtilega á óvart og er alls ekki eins og ég hélt að hún væri. Alltaf gaman að kynnast nýju skemmtilegu fólki.
Annars þá sá ég í kvöld þegar verið var að hylla handboltalandsliðið og þetta var nú soldið fyndið. Sá þetta reyndar bara með öðru auganu þar sem ég var enn að vinna, já ótrúlegt en satt þá var ég að vinna smávegis fram á kvöld. En greinilegt að það er að koma haust því þegar ég keyrði heim í kvöld þá var eiginlega orðið soldið kalt úti og hálf haustlegt um að litast. Það þýðir samt líka að kertaljósavertíðin er að hefjast, þá getur maður farið að hafa smá kósí heima á kvöldin - hvern er ég að reyna að plata, eins og ég sé eitthvað heima á kvöldin til að hafa kósí. Kannski fer ég bara að taka kerti með mér í vinnuna og hafa kósí þar, múahhahahaa sé fyrir mér samstarfsfólk mitt ef ég tæki upp á því. Þá fyrst myndu þau halda að ég væri orðin rugluð...... en best að fara hafa smá kósí áður en svefnin tekur yfir :)
Annars þá sá ég í kvöld þegar verið var að hylla handboltalandsliðið og þetta var nú soldið fyndið. Sá þetta reyndar bara með öðru auganu þar sem ég var enn að vinna, já ótrúlegt en satt þá var ég að vinna smávegis fram á kvöld. En greinilegt að það er að koma haust því þegar ég keyrði heim í kvöld þá var eiginlega orðið soldið kalt úti og hálf haustlegt um að litast. Það þýðir samt líka að kertaljósavertíðin er að hefjast, þá getur maður farið að hafa smá kósí heima á kvöldin - hvern er ég að reyna að plata, eins og ég sé eitthvað heima á kvöldin til að hafa kósí. Kannski fer ég bara að taka kerti með mér í vinnuna og hafa kósí þar, múahhahahaa sé fyrir mér samstarfsfólk mitt ef ég tæki upp á því. Þá fyrst myndu þau halda að ég væri orðin rugluð...... en best að fara hafa smá kósí áður en svefnin tekur yfir :)