Ríkey

fimmtudagur, febrúar 05, 2004

Jæja bara láta ykkur vita að ég er á lífi. En það var á mörkunum að tölvan mín myndi halda lífi og var það ekki ódýrt að gera við hana. Ótrúlegt hvað maður verður fatlaður þegar tölvan fer í viðgerð. Fór ekkert á netið og gerði bara ekki neitt, eins og að eina tölvan sem að ég get notað væri mín. Stundum er maður nú soldið bilaður.
En ég er búin að vera á plötusmíðanámskeiði og það er bara alveg mjög gaman. Er að fara í kvöld í síðasta tímann og klára þá fína ( en samt soldið skakka) verkfærakassa;)
Ef að þið hafið ekkert að gera á laugardaginn komið þá endilega í kolaportið og verslið gæðavöru af fátækum verkfræðinemum.