Ríkey

mánudagur, apríl 19, 2004

Á föstudaginn átti ég pantaðan tíma í nudd, heilnudd. Fyrsta skipti sem ég var að fara í nudd. En greinilega gleymdi ég að kveikja á heilanum um morguninn því að 10 mínútum áður en að ég átti að mæta fattaði ég að ég hafði gleymt gjafabréfinu heima (Óli gaf mér nuddið í afmælisgjöf). Ég hringdi í Óla og hann sagði mér að segja bara númerið á gjafabréfinu og sýna skilríki. Ég keyrði af stað og fann stæði beint fyrir utan Baðhúsið. Þar sem að ég var nú alveg að verða of sein þá var best að drífa sig og ætlaði að kippa veskinu mínu með til að geta sýnt skilríkin en nei ég greip í tómt......ekkert veski gleymdi því líka heima. En ákvað að drífa mig inn og athuga hvort að ég þyrfti að sýna eitthvað sem segði að ég væri ég. Þegar ég kom inn þá var konan að segja við aðra að ég væri ekki komin og sagði svo hvað ég héti. Þá gargaði ég þar sem að ég var að klæða mig úr skónum að ég væri að koma, konurnar héldu að ég væri eitthvað klikkuð. En svo fór ég að afsaka að ég hefði gleymt gjafabréfinu heima og líka skilríkjum en að ég myndi númerið á gjafabréfinu. Þá kom stelpa sem er að vinna í baðhúsinu sem að ég þekki svo að ég fékk að fara í nuddið án þess að sýna hver ég væri.
Nuddið var svo ekkert smá þægilegt en ég held að einn klukkutími hafi aldrei verið jafn fljótur að líða. Væri til að fara í nudd einu sinni í viku og ég myndi gera það ef að ég myndi skíta peningum.
Fór í gær í bíó með mömmu og pabba, ódýrasta bíóferð í langan tíma kostaði bara 300 á mann. Það var nebbla tilboð fyrir háskólanema. Fórum á myndina Somethings got to give. Mjög fyndin mynd, hló ekkert smá mikið.

Dreymdi í nótt að ég væri búin í prófunum og ég væri alveg að fara út í útskiftarferðina og ég átti eftir að gera svo mikið að ég var alveg að farast úr stressi í draumnum. Svo var alveg frábært að vakna, var að minnsta kosti ekki stressuð þegar ég vaknaði en þegar ég ætlaði að opna augun þá opnaðist bara eitt og hálft auga. Ég var svo þrútin á öðru auganum að það var ekki fyndið. Það er svo gaman þegar maður lítur út eins og fílamaðurinn:(