Ríkey

þriðjudagur, maí 18, 2004

Hellu everybody,
Ta er madur kominn til Malasiu. Ferdin byrjadi a keflavikurflugvelli tar sem ad folk var misvel undirbuid. Einn akvad ad stessa sig ekki a neinu og pakkadi kl. 5 um nottina og kom beint ut a voll med eina litla itrottatosku sem var einungis 4 kg a medan allir adrir voru med nanast 20 kg. Flugid til London gekk vel og tegar vid komum til London ta byrjudu allir a ad rifa sig ur tvi tad var svo heitt. Tokum straeto til Windsor tar sem ad fyrsta fyrirtaekjaheimsoknin var. Tad var i simafyrirtaekid O2. Sidan roltum vid bara um og bordudum is i hitanum. Sidan drifum vid okkur aftur upp a flugvoll. Flugid til Kuala Lumpur var mjog anaegjulegt tvi eg svaf i 7 tima af 12:) Svaf nebbla ekkert svo mikid nottina adur. A flugvellinum i kuala lumpur tok a moti okkur guide med vel loftkaeldri rutu. I rutunni fengum vid vatn sem var naudsynlegt tvi hitinn var mjog mikill to svo ad tad vaeri komid kvold.
Tegar vid komum upp a hotelid ta misstu allir hokuna nidur i golf tvi lobbiid var svo flott. Vid turftum ekki einu sinni ad tekka okkur inn sjalf heldur bara ad setjast nidur og slappa af og vid fengum drykki i bodi hotelsins. Um kvoldid aetladi hopurinn ad fara saman ad borda og tvilikt vesen ad akveda stad. En a endanum forum vid a Planet Hollywood, otrulegt en satt;) Svo byrjadi vesenid hvad atti madur ad panta tvi tad er svo margt sem ekki ma borda, tannig ad eg endadi a ad fa mer pizzu og bjor. Bara eitthvad oruggt svona fyrsta kvoldid.
Dagurinn i dag byrjadi med mikilli treytu. Vid vorum rett ad klaeda okkur ta kom housekeeping og hun bara od inn a okku medan ad vid vorum tarna halfnaktar og henni fannst tetta greinilega bara voda edilegt ad horfa a okunnugt folk klaeda sig. Ekki alveg eins og madur a ad venjast en hey alltaf laerir madur eitthvad nytt.
Morgunverdarhladbordid a hotelinu er ekkert sma stort og mikid, madur villtist eiginlega bara. Sidan var sundlaugin profud og adeins setid i solinni. Eftir hadegi forum vid svo i heimsokn i Motorola tar sem ad loftraestingin var svo mikil ad allir voru ad frjosa, aumingja islendingarnir, ekki vanir svona kulda, hehehehe:)
Eftir fyrirlesturinn fengum vid veitingar og ta aetladi eg ad fara a klosettid en villtist eitthvad og lenti naestum inni i verksmidjunni. Gekk eftir einhverjum vitlausum gangi og var eina hvita manneskjan tar og mer leid eins og ljosastaur tarna.
Erum nuna i sex haeda verslunarmidstod tar sem ad onnur hver bud er sko bud, en eg er samt ekki buin ad kaupa neina. Sem er nu samt otrulegt midad vid mig. Sitjum herna helmingurinn af hopnum og erum ad lata vita ad tad se allt i lagi med okkur svona fyrir utan hitann og rakann. Ekki ad eg se ad kvarta, langt tvi fra.
En best ad haetta i bili, adur en tid faid leid a ad lesa tetta.
Med kvedju fra Kuala Lumpur
Rikey