Ríkey

sunnudagur, september 05, 2004

Sunnudagskvöld og helgin næstum alveg búin. Fór á þvílíkt djamm á föstudagskvöldið og gerði síðan ekki neitt á laugardaginn og það var ekkert smá notalegt að geta bara slappað af og horft á bíómyndir í tonnatali. Held að við Óli höfum slegið persónulegt met í bíómyndaglápi á einum sólarhring. En eins og venjulega þá er alveg að koma mánudagur, ótrúlegt hvað það er alltaf kominn mánudagur áður en maður veit af. Annars þá er síðasta vinnuvikan mín að hefjast á morgun, já það er orðið ótrúlega stutt í að ég fari út. Trúi því varla sjálf. En ætli að tíminn líði ekki líka svona fljótt úti og maður verður kominn heim áður en maður veit af:)