Ríkey

laugardagur, ágúst 14, 2004

ARRGGGG klukkan æðir alveg áfram. Þetta er alveg óþolandi hvað tíminn hefur liðið hratt þessa helgina, mér til mikillar skelfingar. Er nú samt nokkuð ánægð með mig, þó svo að Óli haldi að nú sé ég endanlega farin yfirum;) Ég fór nebbla út að skokka í morgun klukkan 7:15, já á laugardagsmorgni. Það var svo geggjað veður þannig að maður setti bara góða tónlist í eyrun og brunaði svo af stað. Þó svo að brunið hafi nú ekki staðið lengi yfir en þá tókst mér að komast skokkhringinn.
Kíkti aðeins við í afmælisveislu hjá Kristjáni Orra í gær og ekkert smá gaman því allir krakkarnir voru í grímubúningum, algjörar rúsínur. Sá síðan hluta af setningarathöfn Ólympíuleikanna og soldið fyndið að sjá þegar þjóðirnar voru að ganga inn á leikvanginn. Það var auðvitað heil hersing af fólki frá stóru þjóðunum en stundum kom bara fánaberinn eða kannski bara einn eða tveir með honum. Svo voru þjóðir þarna sem maður hefur aldrei heyrt minnst á, en það voru aðallega einhverjar Afríkuþjóðir. Afríkulandafræðikunnáttan kannski ekki neitt svo góð enda eru svo mörg lönd þarna. En ef þú hefur áhuga á að kanna hversu vel þú ert að þér í landafræði þá mæli ég með þessum leik. Nei ég er ekki að spila hann núna þegar ég á að vera að læra. En ég spilaði hann í vorprófunum:) kannski er það ástæðan fyrir því að ég er að taka próf núna, hummmm.......