Ríkey

miðvikudagur, ágúst 11, 2004

Það ætti að banna lærdóm í svona góðu veðri. Settist út í hádeginu með Silju og Ásdísi og við vorum að stikna þegar við fórum inn aftur. Þetta var orðið eins og í Asíu í útskriftarferðinni, bakið sveitt og litli svitabletturinn kominn (þeir sem voru úti í Asíu skilja þetta). Sitjum núna inni með alla glugga galopna og það er samt hrikalega heitt hérna inni. Svo er allir að nýta góða veðrið í útivinnu. Hér fyrir utan er fólk búið að vera að slá og núna er verið að klippa trén með rafmagnsklippum sem eru með þvílík læti. Þetta er mjög gott fyrir einbeitinguna. En það eina góða við það að vera inni er að maður fær ekki sólsting á meðan;)
Í morgun leið mér eins og ég væri komin til útlanda því Óli hafði einhvern tímann í nótt náð sér í sængurver úr skápnum og svaf bara með það, sængin bara lögð til hliðar. Þetta er bara eins og maður gerir á Spáni.