Helgin liðin og ég mætt aftur í vr. Fór á föstudaginn norður með mömmu, pabba og tveimur börnum systur minnar. Þegar við komum svo á bóndabæinn til frænku minnar og ætluðum að fara að tjalda þá var grenjandi rigning og rok, frábært. En drifum okkur í að tjalda tuskuhúsunum (annað orð yfir tjaldvagn) og svo var bara að drífa sig í háttinn. Vaknaði daginn eftir í ágætisveðri. Það er alveg magnað hvað er alltaf mikið að borða þegar maður kemur í sveitina. Kökur og svoleiðis í morgunmat, ekki alveg það sem maður er vanur þannig að ég hélt mig nú bara við jógúrtið. Þegar allir voru vaknaðir og búnir að borða þá var haldið af stað upp á Eyvindarstaðaheiði og farið að veiða. Það var soldið rok fyrst og mér gekk ekkert að veiða og eiginlega gekk engum vel að veiða nema þeim sem voru yngri en 12 ára. Ég var varla komin út út bílnum þegar 4 ára frænka mín var búin að veiða fyrsta fiskinn sinn. En að lokum tókst mér að veiða 2 fiska, vei;)
Á laugardagskvöldinu var svo grillveisla og borðaði maður á sig gat og eins og í öllum góðum veislum þá var mjög góður og sætur eftirréttur. Svona klukkutíma eftir það þá var svo komið að kvöldkaffinu. Hélt ég yrði ekki eldri því þá voru bornar hver tertan á fætur annarri á borð, þetta var eins og í fermingarveislu eins og sjá má hér.
Eftir allt þetta át þá var maður nú bara uppgefinn og gat lítið annað en farið að sofa og ég svaf lengi á sunnudeginum, þurfti að jafna mig eftir allt sætabrauðið. Áður en við fórum svo heim var náttúrulega troðið í mann eins miklu af mat og kökum og hægt var. Alveg magnað þetta stanslausa át þegar maður kemur í sveitina. Fínt að koma heim og eiga ekkert að borða:)
Þegar ég var svo að fara á fætur í morgun þá hélt ég að ég væri endanlega farin yfirum, mér fannst ég heyra í hestum svona eins og í sveitinni. Ákvað nú að kíkja út um eldhúsgluggann og viti menn þarna voru 3 hestar í mestu makindum í göngutúr um hverfið og það var enginn með þeim eða ég sá að minnsta kosti engann. Ætli maður geti séð ofsjónir af völdum of mikils sykuráts, nei ég bara spyr......
Á laugardagskvöldinu var svo grillveisla og borðaði maður á sig gat og eins og í öllum góðum veislum þá var mjög góður og sætur eftirréttur. Svona klukkutíma eftir það þá var svo komið að kvöldkaffinu. Hélt ég yrði ekki eldri því þá voru bornar hver tertan á fætur annarri á borð, þetta var eins og í fermingarveislu eins og sjá má hér.
Eftir allt þetta át þá var maður nú bara uppgefinn og gat lítið annað en farið að sofa og ég svaf lengi á sunnudeginum, þurfti að jafna mig eftir allt sætabrauðið. Áður en við fórum svo heim var náttúrulega troðið í mann eins miklu af mat og kökum og hægt var. Alveg magnað þetta stanslausa át þegar maður kemur í sveitina. Fínt að koma heim og eiga ekkert að borða:)
Þegar ég var svo að fara á fætur í morgun þá hélt ég að ég væri endanlega farin yfirum, mér fannst ég heyra í hestum svona eins og í sveitinni. Ákvað nú að kíkja út um eldhúsgluggann og viti menn þarna voru 3 hestar í mestu makindum í göngutúr um hverfið og það var enginn með þeim eða ég sá að minnsta kosti engann. Ætli maður geti séð ofsjónir af völdum of mikils sykuráts, nei ég bara spyr......