Ríkey

fimmtudagur, október 02, 2008

Veturinn er kominn ....... a.m.k. þurfti ég að skafa í morgun og þess vegna fannst mér að veturinn væri kominn. Svo leit ég út um gluggann áðan og sá að það snjóaði alveg villt og galið.....hummm ætli það sé ekki endanleg staðfesting á því að veturinn sé kominn. Eins gott að fara draga fram öll vetrarfötin. Maður kemur úr síðbúnu sumarfríi þar sem hitinn var 20-25°C og hér á klakanum tekur á móti manni 0°C og svo snjór, brrrrrrr.
En þvílíkt næs að taka sér svona síðbúið sumarfrí og lengja sumarið aðeins. Reyndar ekkert hressandi að fara erlendis og koma síðan heim í kreppuna miklu.... dollarinn rokinn upp úr öllu valdi og allt að fara á hliðina. Ætli það sé ekki bara best að taka allar milljónirnar út úr bankanum og sofa með þær undir koddanum, múhahahaaaaaaa þetta er sennilega rétti tíminn til að vera ánægð að eiga ekki neitt :)