Ríkey

þriðjudagur, maí 26, 2009

Greinilegt að sumarið er komið - helsta merki þess er að það er komið gott veður og ég vinn þá eins og brjálæðingur. Hefur verið helsta merki þess að það sé komið sumar síðustu árin. Kom heim úr vinnunni áðan og var úti að njóta síðustu sólargeisla dagsins og aðeins að spjalla við pabba þegar "uppáhalds" nágranninn kemur að spjalla við okkur líka. Áður en ég veit af þá er hann farinn að dansa fyrir okkur .................. verð að viðurkenna að ég þurfti að halda í mér hlátrinum. Frekar fyndin sýn að sjá næstum sjötugan kall hoppandi og skoppandi fyrir framan mann. Sem betur fer fór hann áður en ég sprakk úr hlátri. Hef alltaf vitað að sumt fólk er spes en vá....... ég hélt jafnvel að þreytan væri farin að segja svona mikið til sín en fyrst að pabbi sá þetta líka þá veit ég að þetta gerðist. Gott að nágrannarnir geta fengið mann til að brosa :)