Fór í hádegismat áðan í vinnunni sem er nú svo sem ekki í frásögur færandi, nema hvað...... ég komst að því að einföldustu athafnir geta verið stórhættulegar. Fór sem sagt í mat og borðaði dýrindis mat, en þegar ég var að yfirgefa mötuneytið ákvað ég að ná mér í tannstöngul. Meðan ég var að ganga upp stigana notaði ég tímann til að stanga úr tönnunum (ojjj hljómar eitthvað ekki nógu vel, en jæja) svo finn ég allt í einu svakalegan sting í annað munnvikið. Hvað haldið þið...... já ég fékk flís úr tannstönglinum í annað munnvikið. Vissi ekki að þetta væri hægt en svona er maður fjölhæfur :o)
fimmtudagur, febrúar 12, 2009
<< Home