Ríkey

laugardagur, febrúar 14, 2009

Föstudagurinn þrettándi, er hann eitthvað verri en aðrir dagar? Velti þessu fyrir mér í gær en gat ekki rekist á neitt sem var verra en aðra daga. Ætli þetta sé bara dagur fyrir hjátrúarfulla? eða hvenær er maður hjátrúarfullur, er það ef maður fer aðra leið þegar svartur köttur fer yfir götuna fyrir framan mann...... eða ef maður er ekki hjátrúarfullur sæji maður þá kannski ekki svarta köttinn...... maður spyr sig :)

Svo er það valentínusardagurinn, var alveg búin að gleyma þeim degi. Skrapp svo örsnöggt í Kringluna í dag og gerði ekki annað en að mæta karlmönnum með blóm sem þær ætluðu að gefa elskunni sinni. Til hvers að eltast við svona ameríska siði þegar við eigum okkar eigin íslensku daga, bóndadaginn og konudaginn. Þessir íslensku dagar eru líka við upphaf og enda þorrans sem er svo einstaklega skemmtilegur tími eða frekar tími illa lyktandi og ónýtan mat. Var einmitt að koma af þorrablóti númer 2 og ég er því búin að fá meira en nóg af skemmdum mat til að duga þangað til á næsta ári.