Ríkey

þriðjudagur, febrúar 03, 2009

Búin að vera veik heima í allan dag og held að ég sé búin með internetið....... kíkti aðeins á fésbókina og ég held að það þekki allir alla, allavegana þá er hið ótrúlegasta fólk sem þekkist eða eru a.m.k. vinir á fésinu.
Eitt að því sem ég þoli helst ekki er símasölufólk (eða ekki fólkið sjálft heldur starfið þeirra) og ég fæ næstum eitt símtal á hverju kvöldi þar sem hvert gylliboðið á fætur öðru flæðir inn um annað eyrað og út um hitt. Það er samt mjög fyndið að sumir eru greinilega ekki að nenna þessu á meðan aðrir eru mjög áhugasamir um starfið sitt reyna allt sem þeir geta til að pranga inn á mann nýjum tryggingum eða símaáskrift. Sumir tala nógu hratt og mikið í byrjun þannig að maður kemst ekki að fyrr en eftir að hafa hlustað á þónokkuð langa söluræðu. En ég reyni að enda þessi samtöl eins hratt og kurteislega og ég mögulega get með því að afþakka það sem verið er að selja. Jæja þá er ég búin að kvarta smá og best að fara gera eitthvað af viti eins og að horfa á fitubollur í sjónvarpinu keppa um hver missir flest kíló, svo uppörvandi sjónvarpsefni, fær mann allavegana til að langa til að fara út og hlaupa :o)