Ríkey

sunnudagur, ágúst 01, 2004

Vann ekki stóra vinninginn í lottóinu í gær, enda fékk enginn stóra pottinn. En ég er samt svo ánægð því við Hafrún erum komnar með íbúð úti. Já það er þessi sem ég var að tala um í gær. Þetta er búið að gerast svo hratt og ég er ekkert smá ánægð. Betra en lottóvinningur eða allavegana frábært.... Var nú samt smá stress í morgun því ég fékk senda staðfestingu sem við þurftum að skrifa undir og senda út aftur. Byrjaði á því að ég fann ekki Hafrúnu. Hún svaraði ekki heima hjá sér og hún er ekki enn búin fá sér nýjan gsm-síma eftir að hennar var stolið. Endaði með að ég fann númerið heima hjá foreldrum hennar og hringdi þangað. Viti menn þar var hún og brunaði ég þangað til að láta hana skrifa undir og svo ætluðum við að skanna þetta inn þar því þau eiga skanna. Þegar ég kom til hennar þá vantaði snúru í skannann þannig að við gátum ekki notað hann. Þá ætlaði ég bara að byðja mág minn um að skanna þetta inn, það væri hvort eð er í leiðinni heim. Svo kom í ljós að ekki er hægt að nota skannann við nýju tölvuna þeirra þannig að nú voru góð ráð dýr. Hvern þekkti ég sem átti skanna og væri heima hjá sér......endaði hjá vini mágs míns og hann reddaði mér. Kom svo heim og var ekkert smá fegin þegar ég var búin að senda þetta út. En nei ég var að drífa mig svo mikið að senda þessa staðfestingu að ég gleymdi að setja hana með sem viðhengi. En núna er ég búin að koma þessu örugglega frá mér. Ég er svo ánægð að ég er búin að baka köku í tilefni þess að við erum komnar með íbúð. Þannig að þú ert velkomin/n í kökuboð í kjallarann til mín ef þér leiðist í dag. Ég baka svo köku seinna handa þeim sem eru búnir að vera svo frábærir að hjálpa okkur í þessari íbúðaleit.
Heyrði annars smá frá Óla í gærkvöldið og hann var þvílíkt hress með að hafa farið til Eyja. Trúði mér samt ekki þegar ég sagði að ég væri búin að fá gesti á hverju kvöldi síðan hann fór. Hann veit bara ekki hvað maður er vinsæll;)
Ætla að drífa mig að taka kökuna út úr ofninum svo ég geti sett krem á hana og svo verður smá straumfræðisessíon......