Ríkey

laugardagur, júlí 31, 2004

Verlsunarmannahelgin byrjar vel. Dagurinn í gær fór í löngutímabær þrif á íbúðinni og svo í allskonar stúss sem hefur setið á hakanum. Settist svo í gærkvöldi fyrir framan imbann og svona í tilefni þess að það er verslunarmannahelgi þá fékk ég mér einn bjór. Var svo ótrúlega dugleg og fór snemma að sofa og vaknaði nokkuð hress í morgun og fór að læra. Er bara ánægð með að veðrið sé ekki betra því annars væri svo mikil freisting að fara út og gera eitthvað skemmtilegt. Ákvað núna aðeins að kíkja á netið og sjá hvort að einhver hefði svarað mér út af íbúðamálum í Karlsruhe. Haldiði að það hafi ekki beðið mín meil frá strák sem er úti og hann var að segja mér frá þessari þvílík vel staðsettu íbúð sem er laus. Akkúrat það sem mig langaði að heyra og vonandi að þetta gangi upp því það er búið að vera svo leiðinlegt að leita því við höfum ekki fundið neitt. Best að hringja í Hafrúnu og updeita hana á stöðunni og sökkva sér svo aftur ofan í straumfræðina.
Þar til næst,
lestrarhesturinn;)