Ríkey

sunnudagur, október 24, 2004

Fór í gær í svaka fínt afmæli hjá Gísla. Þvílíkt mikið af veitingum og gleðin réði ríkjum allt kvöldið. Sumir ákváðu að skemmta löndum sínum með því að kenna þeim hvernig maður faðmar auglýsingaskilti. Mjög fróðlegt og skemmtilegt;) Vöknuðum svo frekar þreytt í dag en okkur til mikillar gleði þá var þetta líka fína veður. Röltum og fengum okkur staðgóðann morgunverð á Maccadóna. Fórum svo í hallagarðinn þar sem að við lögðumst í sólbað. Héldum að við værum að fara liggja í rólegheitunum en hef sjaldan þurft að nota magavöðvana jafn mikið á sunnudegi. Jón Geir fór nebbla á kostum og við lágum í hláturskasti í nokkra tíma þarna í grasinu. Reyndar tókst Óla að sofna, kannski að Jón Geir hafi svona róandi áhrif á hann. En best að fara að knúsa Óla aðeins þar sem að hann er nú að fara heim aftur á morgun:(