Ríkey

miðvikudagur, október 27, 2004

Þjóðverjar eru ótrúlega skrítnir. Held að þeir hafi aldrei heyrt talað um töflupúða. Var í dæmatíma áðan og það var alltaf þurrkað með blautum svampi og svo var skrifað með krít ofan í bleytuna og ekkert sást. Alveg óþolandi, nóg að maður eigi í erfiðleikum með að fylgjast með á þýsku þó að þeir fari ekki að skrifa óskiljanlega líka. En enginn kvartar og allir geta skrifað þannig að líklega eru íslendingar of góðu vanir. En hjólið mitt er algjör snilld. Maður hoppar upp á hjólið og er kominn strax í skólann. Svo þegar skólinn er búinn þá er maður kominn heim áður en maður veit af. Hafi maður einhvern tímann kvartað undan löngum tímum heima þá er það nú ekki neitt. Fór í 2,5 tíma fyrirlestur í gær, hélt ég yrði ekki eldri enda urðu augnlokin ansi þung undir lok tímans;)
Við Hafrún fórum í gær í fyrsta jógatímann okkar. Þetta var bara skemmtilegt en maður er nú soldið mikið stífur og stirður. En vonandi verður þetta til þess að maður liðkast aðeins.
Ég er núna með eitthvað bit á öðru handarbakinu og það er búið að stækka svo mikið í dag að ég held að ég sé fá þriðju hendina. Látið ykkur því ekki bregða ef að ég kem heim með 15 putta um jólin:)