Ríkey

fimmtudagur, júní 30, 2005

Loksins gat maður sofið almennilega, það rigndi nebbla í gærkvöldi þannig að loftið varð bærilegra. Undanfarið hefur verið svo heitt að maður klístrast allur við sjálfan sig þegar maður sefur en nóttin í nótt var mjög fín. Annars er bara það sama og venjulega, skóli, læra, borða, sofa, skóli, læra o.s.frv. Er reyndar að fara til Stuttgart á morgun í verklegt með einu námskeiðinu sem ég er í. Þetta tengist eitthvað kjarnorku en veit það samt ekki alveg, segi ykkur betur frá því síðar. Annars fattaði ég í gærkvöldi hvað það er stutt eftir af þessum blessaða skóla, aðeins 2 vikur og svo próf....................arg hvað það er stutt í prófin. En best að halda þá áfram að læra, læra meira og meira, meira í dag en í gær;)