Ríkey

þriðjudagur, júlí 05, 2005

Jább það er kominn nýr mánuður enn einu sinni. Inga systir og familía eru komin í heimsókn til mín og það er búið að vera nóg að gera, en bara gaman að því. Erum búin að fara í dýragarðinn, að versla og reyndum að fara í sund í góða veðrinu. En góða veðrið breyttist í óveður því það komu þrumur og eldingar og þvílík rigning (held að himingáttirnar hafi opnast) ásamt hagléli. Jább haglél, það stærsta sem ég hef nokkurn tímann séð. En við náðum að koma okkur í skjól sem betur fer. En best að fara að koma sér í háttinn því ég þarf að vakna snemma í fyrramálið því við erum að fara í Europapark, vei:)