Góðan daginn og gleðilegt nýtt ár.
Þar með er þessari mánaðarlöngu bloggpásu lokið og hversdasleikinn tekinn við aftur. Eftir langt og gott jólafrí er maður mættur aftur niður í skóla. Já ég tók mér eins langt jólafrí og ég gat þar sem að væntanlegast var þetta síðasta jólafríið mitt sem námsmaður þannig að best að nýta það til fullnustu:) En núna er allt komið á fullt er að byrja á lokaverkefninu mínu og ætla að taka 2 kúrsa líka, manni má nú ekki leiðast.
En talandi um að leiðast þá er ég nú komin með pínu leið á þessari óákveðni í veðrinu, alltaf rigning og snjókoma til skiptis sem þýðir að það eru óþarflega margir slabbdagar. Slabb er einmitt óvinur þeirra sem taka strætó. Fyrst blotnar maður aðeins af því að labba út í strætóskýli. Meðan maður bíður eftir strætó þá reyna allir bílarnir sem keyra framhjá að hitta vel og vandlega ofan í pollana á götunni svo að gusan frá þeim verði sem stærst og nái örugglega að bleyta allt og alla sem í strætóskýlinu eru. Svo kemur nú loksins strætó og maður nær nú að þorna ágætlega á þessari löngu leið en svo fer maður út á leiðarenda og er orðinn kaldur og hálfblautur aftur þegar maður kemst inn í skóla.
Já þið sem eruð á bíl njótið þess;)
Ég fór í bíó í gær og þið sem þekkið mig vitið að ég er algjör sökker fyrir rómantískum gamanmyndum þannig að meðan Óli fór á einhverja splatter mynd með vinum sínum þá dró ég Kristínu vinkonu með á Family Stone. Ég verð reyndar að viðurkenna að þetta var aðeins of væmin mynd fyrir mig eða aðallega hvernig hún endaði þó svo að hún hafi verið fyndin inn á milli. Kannski gerði ég of miklar væntingar til hennar en allavegana þá varð ég fyrir pínu vonbrigðum. En eins og ég segi oft þá er betra að gera engar væntingar og þá getur maður ekki orðið fyrir vonbrigðum með myndir:)
En hafið það gott í slabbinu og heyrumst síðar.......
Þar með er þessari mánaðarlöngu bloggpásu lokið og hversdasleikinn tekinn við aftur. Eftir langt og gott jólafrí er maður mættur aftur niður í skóla. Já ég tók mér eins langt jólafrí og ég gat þar sem að væntanlegast var þetta síðasta jólafríið mitt sem námsmaður þannig að best að nýta það til fullnustu:) En núna er allt komið á fullt er að byrja á lokaverkefninu mínu og ætla að taka 2 kúrsa líka, manni má nú ekki leiðast.
En talandi um að leiðast þá er ég nú komin með pínu leið á þessari óákveðni í veðrinu, alltaf rigning og snjókoma til skiptis sem þýðir að það eru óþarflega margir slabbdagar. Slabb er einmitt óvinur þeirra sem taka strætó. Fyrst blotnar maður aðeins af því að labba út í strætóskýli. Meðan maður bíður eftir strætó þá reyna allir bílarnir sem keyra framhjá að hitta vel og vandlega ofan í pollana á götunni svo að gusan frá þeim verði sem stærst og nái örugglega að bleyta allt og alla sem í strætóskýlinu eru. Svo kemur nú loksins strætó og maður nær nú að þorna ágætlega á þessari löngu leið en svo fer maður út á leiðarenda og er orðinn kaldur og hálfblautur aftur þegar maður kemst inn í skóla.
Já þið sem eruð á bíl njótið þess;)
Ég fór í bíó í gær og þið sem þekkið mig vitið að ég er algjör sökker fyrir rómantískum gamanmyndum þannig að meðan Óli fór á einhverja splatter mynd með vinum sínum þá dró ég Kristínu vinkonu með á Family Stone. Ég verð reyndar að viðurkenna að þetta var aðeins of væmin mynd fyrir mig eða aðallega hvernig hún endaði þó svo að hún hafi verið fyndin inn á milli. Kannski gerði ég of miklar væntingar til hennar en allavegana þá varð ég fyrir pínu vonbrigðum. En eins og ég segi oft þá er betra að gera engar væntingar og þá getur maður ekki orðið fyrir vonbrigðum með myndir:)
En hafið það gott í slabbinu og heyrumst síðar.......