Ríkey

mánudagur, október 02, 2006

Núna er haustfríinu hérna á blogginu lokið:) Er búin að vera með ritstíflu síðustu vikurnar, bæði hér á blogginu og í verkefninu mínu sem er nú öllu verra. En vona að allar flóðgáttir opnist núna og ég komi til með að skrifa sem óð væri og þá sérstaklega í verkefninu mínu......

En ég tók allt í einu eftir því í síðustu viku að það er virkilega komið haust. Mér fannst eins og laufin á trjánum hefðu allt í einu breytt um lit, ja bara svona eins og það hefði gerst á einni nóttu. Greinilegt að maður er ekkert alltaf að horfa mikið í kringum sig.

Óli stakk af einu sinni enn síðustu helgi, reyndar ekki langt í þetta skiptið. Hann fór norður með pabba sínum að hjálpa honum í bústaðnum. En til þess að mér leiddist ekki þá komu Daníel Arnar og Friðrik Ingi (bróðursynir mínir) og fengu að gista hjá mér á laugardagskvöldið. Það var þvílíkt partý hjá okkur með pizzu, poppi, bíómynd og alles. Svo var auðvitað horft á barnaefnið á sunnudagsmorgninum. Þá tók ég eftir einu sem mér fannst soldið skrítið. Eftir því sem leið á morguninn þá fór að koma meira og meira efni fyrir eldri krakka og þá var líka hætt að talsetja teiknimyndirnar og bara hafður texti. Finnst þetta kannski rökrétt að því leyti að yngri börn vakna oftar fyrr á morgnanna en þau sem eldri eru en hvað er málið með það að hafa síðan bara allar teiknimyndirnar á ensku með íslenskum texta þegar líður á morguninn. Hætta þá yngri börnin að horfa þegar þau eldri koma að skjánum eða hvað er málið? Af hverju ekki að íslenska allt barnaefnið......líklega of dýrt. En kannski skiptir það börnin engu máli þótt þau skilji ekki - kannski er nóg fyrir þau að horfa bara á hvað er að gerast.

En best að drífa sig aftur í lærdóminn þar sem að það er kominn mánudagur enn einu sinni og þar að auki þá er október byrjaður. Tíminn líður allt of hratt á gervihnattaöld.............