Ríkey

mánudagur, september 04, 2006

Er búin að hafa nóg að gera síðan Óli fór og það besta er að ég hef ekkert þurft að elda sjálf þar sem mér hefur verið boðið í mat á hverju kvöldi síðan hann fór:)
Á laugardagskvöldið fór ég síðan á ball með Kristínu vinkonu, fórum á Sálarball upp í Mosó og dönsuðum alveg eins og brjálæðingar allt ballið. Það var líka þvílíkt stuð þarna og langt síðan ég hef farið á svona ball með hljómsveit og alles.
Sunnudagurinn var tekinn frekar snemma og ekki eytt í svefn. Fór með pabba, Ingu systir, Kristjáni og Tryggva í heimsókn í álverið í straumsvík því þar var opið hús. Þar var manni pískað út í kassabílarallýi, Kristján og Tryggvi settust upp í sitthvorn kassabílinn á meðan ég og pabbi hlupum með þá eins og óð værum. Eftir heimsóknina í straumsvík fór ég heim og tók mig til því leiðin lá í skírn þar sem ég át á mig gat enda ekkert smá stórar og góðar kökur í boði. Það virðist vera sem ég hafi ekki gert neitt annað síðan Óli fór en að borða, hummm........ekki nógu gott. Held að ég verði að fara endurskoða þetta mál annars verð ég orðin kringlótt þegar Óli kemur aftur:-)