Jæja þá er verslunarmannahelgin búin og þýðir það ekki að sumarið fer að verða búið líka. Þá verður maður að fara að spíta í og gera eitthvað af viti. Enn eina verslunarmannahelgina var ákveðið að vera í bænum, sé reyndar ekkert eftir þeirri ákvörðun. Enda var þetta fín helgi í alla staði og þá sérstaklega laugardagskvöldið sem nýtt var til grillveislu, singstar og smá dansferðar í miðbæ Reykjavíkur.
Um daginn fann ég geitungabú úti í garði, rétt hjá svefnherbergisglugganum okkar. Ég var ekkert sérlega hrifin af þessum fundi þar sem ég verð að viðurkenna að ég er ekki mikill aðdáandi þeirra. En hins vegar var ég mjög ánægð þegar ég sá meindýraeyðinn koma og drepa þær allar með tölu. Núna get ég farið að opna svefnherbergisgluggann aftur án þess að hafa áhyggjur af því að þessar brjáluðu Bínur komi inn.
En best að fara að kíkja í bækurnar þar sem þær voru eiginlega lagðar til hliðar um helgina, svona að mestu:)
Um daginn fann ég geitungabú úti í garði, rétt hjá svefnherbergisglugganum okkar. Ég var ekkert sérlega hrifin af þessum fundi þar sem ég verð að viðurkenna að ég er ekki mikill aðdáandi þeirra. En hins vegar var ég mjög ánægð þegar ég sá meindýraeyðinn koma og drepa þær allar með tölu. Núna get ég farið að opna svefnherbergisgluggann aftur án þess að hafa áhyggjur af því að þessar brjáluðu Bínur komi inn.
En best að fara að kíkja í bækurnar þar sem þær voru eiginlega lagðar til hliðar um helgina, svona að mestu:)