Stóra spurning dagsins er: "Ætli Óli komi heim á morgun eða er hann kominn með enn eina afsökunina fyrir að koma ekki heim á klakann"?????? Maður fer nú bráðum að taka þessu persónulega að hann sé búinn að framlengja ferðina sína tvisvar........ skil reyndar að hann sé ekkert spenntur að koma heim í haustveðrið sem er hérna á klakanum. Álpaðist að kíkja á veðurspána fyrir næstu daga og það er bara alltaf spáð rigningu á hverjum einasta degi.
En ég komst að því í gær að börn upplifa rigninguna allt öðruvísi en fullorðnir. Ég var að passa fyrir bróður minn í gær og eftir að vera búin að skutla eldri stráknum á fimleikaæfingu þá vildi sá yngri sýna mér leikskólann sinn. Hann leiðbeindi mér hvert ég ætti að keyra og hvar ég gæti lagt. Svo vorum við komin þangað þá sé ég hvar hann losar bílbeltið og gerir sig líklegan til að hlaupa út. Ég stoppaði hann nú og spurði hvort við gætum ekki séð hann út um gluggann á bílnum. Nei við þurftum sko að fara út og ég benti honum nú á að það væri svo mikil rigning og rok. Honum fannst það nú ekkert tiltökumál og sagði að við þyrftum bara að hlaupa hratt þá væri þetta allt í lagi. Hvað gat ég sagt við því....ekkert þannig að við drifum okkur út og hlupum eins hratt og við gátum að leikskólanum og svo aftur til baka. Hann var hæstánægður með að vera í stígvélum og hafa ekkert blotnað meðan ég var bara fegin að komast aftur inn í bíl og keyra heim í hlýjuna, maður er soddan kuldaskræfa:)
En ég komst að því í gær að börn upplifa rigninguna allt öðruvísi en fullorðnir. Ég var að passa fyrir bróður minn í gær og eftir að vera búin að skutla eldri stráknum á fimleikaæfingu þá vildi sá yngri sýna mér leikskólann sinn. Hann leiðbeindi mér hvert ég ætti að keyra og hvar ég gæti lagt. Svo vorum við komin þangað þá sé ég hvar hann losar bílbeltið og gerir sig líklegan til að hlaupa út. Ég stoppaði hann nú og spurði hvort við gætum ekki séð hann út um gluggann á bílnum. Nei við þurftum sko að fara út og ég benti honum nú á að það væri svo mikil rigning og rok. Honum fannst það nú ekkert tiltökumál og sagði að við þyrftum bara að hlaupa hratt þá væri þetta allt í lagi. Hvað gat ég sagt við því....ekkert þannig að við drifum okkur út og hlupum eins hratt og við gátum að leikskólanum og svo aftur til baka. Hann var hæstánægður með að vera í stígvélum og hafa ekkert blotnað meðan ég var bara fegin að komast aftur inn í bíl og keyra heim í hlýjuna, maður er soddan kuldaskræfa:)