Ríkey

föstudagur, september 01, 2006

Var búin að skrifa langan og fínan pistil en einhvern veginn þá tókst mér að klúðra þessu og hann strokaðist út og er því týndur og tröllum gefinn:( Verð að viðurkenna að ég nenni ekki að skrifa hann allan aftur þannig að þetta verður bara stutt í þetta skiptið.

Ég er grasekkja þessa dagana. Óli stakk af til Ameríku á miðvikudaginn. Greinilega svona erfitt að búa með mér þar sem hann virðist þurfa að taka sér svona húsfeðraorlof að minnsta kosti tvisvar á ári. Þegar ég skutlaði honum út á völl og sá allt fólkið með ferðatöskurnar sínar þá hefði ég alveg verið tilbúin í að stökkva upp í næstu vél og skella mér til útlanda. Ég held að þetta sé ávanabindandi, það er útlandaferðir. Þeim mun oftar sem maður fer út þeim mun oftar vill maður fara, það er bara svo gaman í útlöndum:)