Ríkey

þriðjudagur, maí 29, 2007

Ég er búin að skila verkefninu í yfirlestur til prófdómara svo það er farið að styttast í endann........ég trúi því varla að þessi stund sé runnin upp. Vörnin verður á fimmtudaginn, þeir sem hafa áhuga á að mæta (sem eru auðvitað ótrúlega margir, hehe) þá eru nánari upplýsingar hérna. Já og þið sem mætið það er bannað að vera með leiðinda spurningar, bara skemmtilegar spurningar eru leyfðar;) En eins gott að fara að undirbúa sig undir þennan hrilling, nei þetta verður gaman ...... verð að taka smá pollýönnu á þetta og hugsa jákvætt um þetta. Ætli ég eigi ekki eftir að standa fyrir framan spegilinn í kvöld og á morgun og tala við sjálfa mig til að æfa mig. Þannig að ef ykkur vantar að hlæja þá leggist þið bara á gluggann hjá mér og horfið á mig, mér finnst nebbla alltaf jafn óþægilegt að tala við spegilinn....já ég hef reynt það nokkrum sinnum. Reyndar er eitt gott við spegilinn hann er aldrei ósammála manni, það er stór plús:)