Ríkey

mánudagur, október 20, 2008

Brrrrr .......... veturinn er greinilega byrjaður að minna á sig þó svo að fyrsti vetrardagur sé ekki fyrr en næsta laugardag. Reyndar finnst mér alltaf skemmtilegra að hafa snjókomu frekar en rigningu, þetta er bara spurning um að klæða sig vel. Var að horfa á fréttirnar og þar var verið að segja frá því að byrjað væri að búa til snjó í skíðabrekkurnar, reyndar fyrir norðan en það þýðir bara að maður verður að fara í ferðalag til að komast á skíði. Maður hefur nú svo sem lagt á sig lengra ferðalag en það til að komast á skíði. Þetta þýðir samt að maður þarf af fara huga að skíðakaupum, því það er erfitt að fara á skíði á engum skíðum;) Er það hvort eð er ekki það eina sem maður getur gert fyrir peningana í dag, kaupa eitthvað fyrir þá áður en þeir brenna upp í verðbólgunni...............