Ríkey

miðvikudagur, nóvember 26, 2003

Þvílík keppni í gær í fótboltanum. Þetta var síðasta skiptið fyrir próf og það var skipt í lið fyrirfram og allir í búningum og verðlaun fyrir fyrsta sætið. Þannig að allir voru tilbúnir að keyra næsta mann niður. Og auðvitað fékk maður að kenna á því að vera fyrir fólki því þegar ég kom heim fann ég að ég var eitthvað aum í öðrum fætinum, kíkti þangað niður og hvað haldiði. Það var bara kúla sem stóð út í loftið, hafði víst verið sparkað í mig:)
En því miður þá vann mitt lið ekki en við vinnum bara næst, við vorum samt í öðru sæti.

Það er núna greinilegt að það eru að koma jól því það er sama hvert maður lítur þá eru jólaauglýsingar út um allt. Það er nú samt allt í lagi að komast í smá jólaskap sérstaklega þar sem að það er kominn svona smá snjór. Mæli samt ekki með því að vera á sumardekkjum í snjónum, eins og ég. Í gær ætlaði ég að stoppa því það kom rautt ljós á mig en nei nei ég fór bara að renna og ekkert að gerast þegar ég bremsaði. Tókst þó loksins að stoppa bílinn en þá var ég komin út á mið gatnamótin og ekkert annað að gera en að gefa í og drulla sér yfir áður en að einhver jeppalingurinn kæmi og myndi keyra yfir mig;)