Ríkey

mánudagur, apríl 05, 2004

Jæja apríl byrjaður og maður hljóp ekki fyrsta apríl sem betur fer. En núna er það bara verkefnavinna, veiveivie eða þangað til á miðvikudag. Mér finnst samt ósanngjarnt að maður fær ekki langt páskafrí eins og er í grunn- og framhaldsskólum. En fór áðan í mjög skemmtilega kringluferð ásamt Fjólu og Einari. Við fórum til að brosa og láta taka af okkur passamyndir. Thailendingarnir eru svo æstir í að fá myndir af okkur áður en við heimsækjum landið þeirra.
Hlakka til að fá páskaegg, það er svo gott með ískaldri mjólk, uhmmm;)