Ríkey

þriðjudagur, apríl 13, 2004

Jæja núna eru páskarnir búnir, liðu allt of hratt eins og öll önnur frí. En afmælið tókst mjög vel og vil ég þakka öllum sem komu fyrir góða skemmtun. Ég skemmti mér kannski aðeins of mikið þannig að heilsan daginn eftir var ekki sem best til að þrífa en það gekk samt. Hélt svo kökuafmæli klukkan fjögur en var samt aðeins á seinna hundraðinu með allt. Restin af páskafríinu fór í lærdóm og annað bull eins og át og svoleiðis.
Ég fékk rosa fínar afmælisgjafir, meðal annars svaka fína rauða skó (frá Óla) og fékk líka bleika gúmmískó. Svo gaf Óli mér nudd og ég get ekki beðið eftir að fara því ég hef aldrei farið í nudd. Ég fékk líka fullt af vínflöskum, eins og maður drekki nú ekki nóg fyrir;)
Mætti í gær í skólann og var svo dugleg að ég var mætt löngu áður en að skólinn opnaði. Það er nú alltaf hressandi að bíða eftir að skólinn opni. Ekki oft sem ég er komin of snemma í skólann, held reyndar að ég hafi aldrei gert það.
En best að hætta að læra því ég sá í mogganum að stærðfræðisnillingar eigi á hættu á að verða geðveikir. Þannig að best að gera eitthvað annað en að læra stærðfræði;)