Ríkey

miðvikudagur, apríl 14, 2004

Vei ég var að koma úr Inventor keppni þar sem að keppnin snerist um að vera fyrstur að teikna hlut sem að kennarinn lét okkur hafa. Það voru tveir og tveir saman í liði og ég og Danni rústuðum þessu. Vorum lang fyrst og verðlaunin eru einkunnin 9,5 og svo næsti sem að skilar fær svo 9 o.s.frv. Það er mikil spenna hérna því það eru þrjú lið að reyna að senda kennaranum verkefnin sín á sömu mínútunni. Svaka fjör í verkfræðinni;)