Ríkey

þriðjudagur, ágúst 31, 2004

Mér finnst rigningin góð.......... eða þannig. Þvílíkt veður í dag, hélt að dagurinn ætlaði engan enda að taka. Ekki gaman að vinna úti í svona veðri. Ef að þið sáuð fréttirnar í gær þá er ég að vinna við hliðina á blokkinni þar sem að byggingakraninn fauk, sem sagt alltaf gott veður í vinnunni:)
En mál málanna er að ég er búin að fá allar einkunnirnar úr prófunum og ég náði þeim öllum, er bara nokkuð sátt með þetta allt saman. Núna er bara eitt próf eftir í B.Sc -inn. Ótrúlegt hvað það er lítið eftir.
Soldið skondið hvað sumt getur snúist við. Núna er Óli byrjaður í skólanum og ég er bara að vinna (samt bara í 2 vikur). Þegar ég kom heim úr vinnunni í dag þá var Óli ekki heima og ég skildi ekkert hvar hann var þannig að ég hringdi í hann. Viti menn þá var hann niðri í skóla að læra. Venjulega þá hefur þetta verið the other way around. Mér fannst þetta hálfskrítið en er samt hálf fegin að vera ekki byrjuð strax í skólanum, geta aðeins hvílt heilann eftir prófin. Veitir víst ekki af áður en maður fer að læra á þýsku:)
En núna ætla ég að hlamma mér fyrir framan sjónvarpið og glápa á eitthvað heilalaust og þarf ekki að hafa neitt samviskubit yfir því......