Ríkey

föstudagur, ágúst 13, 2004

Væri nú alveg til í að fá svona veður oftar á sumrin og þá helst þegar ég er ekki að læra. En fór í gær með TMC niður á Austurvöll í hádegismat. Þvílíkt mikið af fólki þar enda með eindæmum þægilegt að sitja þarna og slappa af. Fyrir utan kannski geitungana sem voru mjög æstir í matinn okkar. Þannig að það var bara málið að drífa matinn í sig og sóla sig svo smá. Manni langaði ekkert að fara en bækurnar lesa sig víst ekki sjálfar. Fékk nýju gleraugun mín í gær, vei en þarf aðeins að venjast þeim því það er sterkara gler í þeim en gömlu. Maður verður svona smá sjóveikur fyrst;)
Afmælisbarn dagsins í dag er Kristján Orri, systursonur minn sem er 4 ára í dag. Eins gott að taka sér pásu á eftir og finna einhverja góða gjöf. Er nebbla að fara í kökuboð til hans um helgina, uhmm kökur:) Alltaf gott að hafa svona ástæðu til að taka sér pásu frá lærdómnum.
Vá á morgun eru bara 5 vikur þangað til að ég fer út, þetta líður svo hratt að það er ótrúlegt. Spennu og tilhlökkunarhnúturinn í maganum fer alltaf smá stækkandi, þó að núna sé smá prófstress að læðast að manni þar sem að fyrsta prófið er á þriðjudaginn......