Ríkey

mánudagur, júlí 26, 2004

Jæja loksins tókst það. Ég var bara nokkuð dugleg að læra um helgina og framundan er mesta lærihelgi ársins já sjálf verslunarmannahelgin eða námsmannahelgin eins og ég kýs að kalla hana;) Þeir sem vilja koma í námsbókapartý eru velkomnir með bækurnar sínar heim til mín um helgina, þið hin góða skemmtun ef þið farið á einhverja ölhátíð. Ég er bara byrjuð að skipuleggja næstu verslunarmannahelgi, Óli heldur að núna sé ég endanlega farin yfirum.
Komst að því um helgina að það er ekki alveg eins auðvelt og ég hélt að finna íbúð í öðru landi. Ég og Hafrún gerðum heiðarlega tilraun til þess að finna íbúð úti í Karlsruhe en nei gekk ekki svo vel. En erum nú samt ekki búnar að gefast upp. Ég meina í versta falli gistum við nokkrar nætur á lestarstöðinni, hljóta vera mjúkir bekkir þar;)
Annars er voða lítið nýtt að gerast hjá mér nema þetta er síðasta vikan í vinnunni, í bili a.mk. veivievi bara læra í Ágúst. Þann 24. ágúst verður mikill gleðidagur í mínu lífi, því þá eru prófin búin. En bókin les sig víst ekki sjálf.
Adios amigos;)