Ríkey

föstudagur, september 24, 2004

Hæ hæ, allt gott að frétta frá Þýskalandi. Erum næstum komnar með íbúð, eigum bara eftir að skrifa undir leigusamninginn og það á að gerast á mánudaginn. Þannig að þið fáið að vita heimilisfangið þegar allt er klappað og klárt. Erum búnar að kynnast helling af erlendum nemum enda er núna búin að vera kynningarvika fyrir erlenda nema. Fórum í gær á pöpparölt og prófuðum allskonar nýja drykki. Það var mjög gaman að sjá hversu hressir allir voru í morgun þegar við mættum upp í skóla. Einn týndi til dæmis hjólinu sínu í gærkvöldi, en það var nú eiginlega bara gott því hann gat ekkert hjólað meir. En það var samt mjög fyndin sjón að sjá fólk reyna að hjóla heim eftir alla pöbbana;)
Í kvöld er svo partý í sporvagni sem keyrir um og það verður bara stoppað á 1,5 tíma fresti:) það verður eitthvað skrautlegt. Jæja ætla að fara að leggja mig svo ég verði hress í kvöld. Fyrir ykkur sem finnst þetta mikið djamm og vitleysa þá er þetta bara svona þessa viku, næstu viku verða engin fleiri skipulögð partý:( að minnsta kosti ekki sem skólinn skipuleggur fyrir okkur.... en þar til síðar. Bæjó spæjó.......