Ríkey

miðvikudagur, september 15, 2004

Núna er orðið ótrúlega stutt í brottför og ekkert gengur með að pakka. Skil ekki hvað mér finnst það leiðinlegt. Annars er ég bara búin að vera að stússast þessa vikuna. Fór til tannlæknis á mánudaginn og það var svo vont. Hann ætlaði bara að skipta um tvær fyllingar sem voru orðnar gamlar og deyfði mig því bara lítið. En svo kom í ljós að það voru skemmdir undir fyllingunum og hann þurfti að bora. Það var alveg hrikalega vont þar sem að ég var svo lítið deyfð þá fann ég fyrir gnístandi sársauka. Ég reyndi að hugsa um eitthvað fallegt en það gekk bara ekki. En sem betur fer tók þetta ekki langan tíma, þó svo að mér hafi fundist þetta vera heil eilífð. Fór svo í gær í saumaklúbb og borðaði fullt af góðgæti en tennurnar mínar mótmæltu eitthvað aðeins. Skil ekki alveg hélt að maður ætti ekki að finna neitt til þegar búið að er gera við tennurnar. Ekki nema þetta sé svona plott hjá tannlækninum þannig að ég þurfi að koma aftur og borga meira. Eins gott að halda tönnunum í góðu standi meðan að maður er fátækur námsmaður því þetta er algjört rán.
En best að hætta að þvælast á netinu og fara að henda í þvottavél svo að ég þurfi ekki að taka öll fötin skítug með mér út:)