Ríkey

fimmtudagur, október 28, 2004

Ég er alltaf að komast að því betur hversu skrítnir þjóðverjar eru, ekki að það sé eitthvað slæmt þeir eru bara ekki jafn fullkomnir og við Íslendingarnir:) Hehehe ....... allavegana þá var ég í tíma í dag og kennarinn var með kennaraprik til þess að benda á myndirnar sem hann var að sýna okkur. Ekkert óeðlilegt við það, nema hvað kennaraprikið var 2 metra langt og hann þurfti næstum að nota báðar hendur til að geta notað það. Svo eru það strákarnir sem nota litapenna til að skrifa glósurnar sínar, öfugt miðað við heima. Svo ég minnist nú ekki á hárlitina sem fólki dettur í hug að setja í hausinn á sér. Alveg magnað hvað það er mikið af fólki með fjólublátt eða appelsínugult hár eða bara blátt eða bleikt. En maður ætti kannski ekki að setja út á þetta, hver veit nema maður verði búinn að lifa sig svo mikið inn í þýska menningu að maður fái sér einhverja skemmtilega liti í hárið. Kannski kem ég heim með jólatrésmynstur í hárinu um jólin:)