Ríkey

mánudagur, október 25, 2004

Núna getið þið byrjað að telja niður dagana þangað til að ég kem heim. Já ég vissi að þið yrðuð spennt við að heyra þetta:) Ég kem heim 14.des, eftir einungis 7 vikur. Tíminn flýgur fram hjá manni. En annars þá fór Óli heim í dag. Skil ekki hvað þessir dagar voru fljótir að líða sem hann var hérna í heimsókn. Eftir að hann fór þá var hreingerningardagurinn mikli hérna í Werthmannstrasse enda veitti ekki af. Ekki það að Óli hafi druslað svona mikið til. Ótrúlegt hvað manni líður nú samt betur þegar allt er orðið hreint, ætti að prófa þetta oftar:)
Það er ótrúlegt hvað þjóðverjar gera furðulegar sjónvarpsauglýsingar. Við Hafrún erum ekki að skilja húmorinn í helmingnum af þeim sem við höfum séð. Ekki nema að við séum með svona geldann húmor.....nei það getur ekki verið;)
En best að fara að koma sér í háttinn svo maður geti vaknað í fyrramálið og tekið á móti viskunni sem prófessorarnir ætla að ausa yfir mann í fyrramálið. Svo erum við að fara í jóga annað kvöld, vonandi að það hafi góð áhrif á heilann;)
Gute nacht og schluss........