Ríkey

laugardagur, október 23, 2004

Vei netið er komið í samband hérna heima hjá okkur:) Í gær virkaði nebbla ekki neitt, ekki netið ekki nýja sjónvarpið okkar:( En svo kom Kjartan hetja og bjargaði okkur, þ.e. kom netinu í gang. Svo reddaði Konni okkur með sjónvarpið, Takk strákar. Þannig að núna erum við komnar í samband við umheiminn, vei mér líður núna free as a bird. Ótrúlega er maður háður þessu neti. En annars var svaka gaman í gærkvöldi, byrjuðum á að fara bara tvö út að borða, ég og Óli. Hittum svo flest alla íslensku strákana hérna, stelpurnar voru í stelpupartýi í Stuttgart. Kíktum síðan í eitthvað brasilískt partý sem var nú bara eins og sána, svitinn lak alveg af manni. Eftir að hafa klárað allan bjórinn af barnum þar þá héldum við áfram. Ekki það að við höfum verið eina fólkið sem var að drekka þarna:) En svo fórum við á Krokokeller sem er diskótek og þar var byrjað að dansa. Þvílíkir danstaktar hafa sko ekki sést langa lengi og langar mig að þakka Jónunum tveimur fyrir skemmtileg tilþrif;)
Svo heldur djammið áfram í kvöld. Erum að fara í 25 ára afmæli hjá Gísla. Býst við góðri skemmtun enda verður þarna fullt af klikkuðum íslendingum. En best að fara koma sér út í góða verðrið. Until later......