Ríkey

mánudagur, júlí 18, 2005

Róleg en góð helgi búin. Í gær kom Guðný Birna í heimsókn til okkar og var þá ákveðið að líta aðeins upp úr bókunum og kíkja í sund í góða veðrinu. Reyndar þá held ég að sólin sé ekki lengur vinkona mín því ég fékk ekki svo mikið sem eina freknu, skil þetta ekki. Held að ég geti sem sagt bara sætt mig við það að sitja inni og læra:)
En í morgun var Guðnýju bara rétt kort af borginni og húslykla og hún svo send út á meðan ég og Hafrún erum að læra. Ótrúlega góðir gestgjafar;) En held að hún komi til með að rekast á góða vini hér í borg, þar á meðal H&M mikinn stórvin okkar Hafrúnar:)
En annars er bara læra læra og eins gott að vera duglegur að læra svo ég geti séð af nokkrum mínútum í næstu viku þegar Óli kemur til mín. Vííííí hlakka til að fá hann hingað. En hann ætlar ekki að stoppa lengi í þetta skiptið, enda er ég alveg að fara að koma heim bara 7 vikur þangað til á morgun;) Well varmadælurnar bíða mín.............. heyrumst og sjáumst.......