Sit inni og er að læra meðan úti eru þrumur og eldingar og rigning af og til. Mér var boðið í brúðkaup síðustu helgi, reyndar bæði heim á Íslandi og hérna í KA. Því miður komst ég ekki í brúðkaupið sem var heima en mig langar að óska Maríönnu og Jens til hamingju en þau giftu sig síðasta laugardag. En hérna var mér boðið í brúðkaup hjá kínverskri stelpu sem er með mér í hóp í einu verkefni sem við erum búin að vera að vinna að. Hún ákvað að bjóða öllum hópnum þrátt fyrir að hún þekki okkur næstum ekki neitt. En þetta var mjög venjuleg athöfn nema hún var öll á kínversku. Maður sá bara þegar fólk spennti greipar og laut höfði að þá var verið að fara með bæn og maður hermdi bara eftir. Svo var sungið á kínversku, 2 kórar sem skiptust á að syngja. Eftir athöfnina var svo boðið upp á veitingar sem voru mjög þýskar, brauð með allskonar áleggi, kökur og gos. En skemmtileg tilbreyting og ég læt fylgja eina mynd með af mér, brúðhjónunum og Elodie (frá Frakklandi), en hún var líka í hópnum okkar í verkefninu.
Ég, Jingting og maðurinn hennar og Elodie
Á laugardaginn fór svo stór hópur af Íslendingum út að borða og svo í "menningarlega" ferð gegnum Karlsruhe, hehe:) Það voru sem sagt svo margir hér í heimsókn þessa helgina, þ.e. hjá hinum Íslendingunum, að við urðum nú að sýna hvað er gert sér til dundurs hérna í KA. Fórum meðal annars og sýndum hvernig maður drekkur stígvél og hér sjáið þið það;)
Sjáiði hvað ég er dugleg;)
En best að fara að gera eitthvað af viti og halda áfram að læra.
Bæjó spæjó.......
Ég, Jingting og maðurinn hennar og Elodie
Á laugardaginn fór svo stór hópur af Íslendingum út að borða og svo í "menningarlega" ferð gegnum Karlsruhe, hehe:) Það voru sem sagt svo margir hér í heimsókn þessa helgina, þ.e. hjá hinum Íslendingunum, að við urðum nú að sýna hvað er gert sér til dundurs hérna í KA. Fórum meðal annars og sýndum hvernig maður drekkur stígvél og hér sjáið þið það;)
Sjáiði hvað ég er dugleg;)
En best að fara að gera eitthvað af viti og halda áfram að læra.
Bæjó spæjó.......