Ríkey

þriðjudagur, desember 06, 2005

Í gærkvöldi hringdi í mig sölumaður, ég þoli ekki þegar sölumenn hringja í mig - ég þoli nebbla ekki símasölu, so sorry. En þetta símtal í gærkvöldi endaði á því að ég skemmti mér konunlega:) Þetta var sem sagt sölumaður frá bílasölu hér í bæ. Hann var að reyna að gera mér ómótstæðilegt tilboð sem fól í sér að ég fengi senda heim bæklinga og upplýsingar um nýja bíla frá þeim. Jú jú það sakar ekkert að fá bæklinga til að skoða en svo sagði þessi góði sölumaður að ég gæti síðan komið með bílinn minn og fengið hann þrifinn og fengið ástandsskoðun á honum. Síðan myndi þeir gera mér tilboð sem fæli í sér að ég myndi kaupa af þeim nýjan bíl og þeir tækju gamla bílinn upp í. Svo spyr þessi góði maður á hvernig bíl ég keyri um á, ég hugsaði mig aðeins um en ákvað að segja sannleikann og sagði honum að ég ferðast um götur borgarinnar með stórum gulum strætó:) Aumingja sölumaðurinn vissi ekki alveg hvað hann átti að segja næst, en ég hló alveg eins og vitleysingur og skemmti mér konunlega yfir vandræðagangi hans.