Ríkey

fimmtudagur, október 06, 2005

Í dag er kominn mánuður síðan ég kom heim og ég held að ég sé komin yfir bloggstoppið sem ég er búin að vera í. Ýmislegt hefur gerst á þessum mánuði........þó kannski ekki neitt eitthvað agalega spennandi. Ég fór á reunion hjá árgangnum mínum úr grunnskóla og það var bara mjög gaman enda dansaði maður alveg af sér fæturna, svo sem ekki í fyrsta skipti:)
Svo hefur gengið svona upp og niður í þessum skóla hérna. Mér finnst eins og ég sé að byrja hérna upp á nýtt. Maður þekkir allt í einu nánast engan, maður hefur enga séraðstöðu og umsjónarkennarinn minn er nánast hættur að vinna við skólann þannig að einhvern veginn var allt hálf glatað þegar ég kom aftur í VR. En núna er allt að batna og maður er farinn að finna MS nema út um allt sem voru bara í felum fyrstu vikurnar og það er farið að vinna í aðstöðuleysinu hérna fyrir MS nema. Já kannski var þetta ekkert svo slæmt heldur var ég bara í einhverju neikvæðnis kasti sem ég er að ná mér upp úr. Komst reyndar að því í gær að ég er að fara í dagsferð austur á land eftir 2 vikur að skoða virkjanasvæðið á Kárahnjúkum og álversframkvæmdirnar á Reyðarfirði, held að það verði rosa gaman.

Ég og strætó erum orðnir alveg bestu vinir, nema það sem mér þykir kannski verst er að það tekur mig alveg 40 mín að komast heim og þegar maður situr einn í strætó og hugsar allan tímann um hvað maður ætlar nú að vera duglegur og framtakssamur þá er maður bara orðinn alveg uppgefinn þegar maður kemur heim og framkvæmir akkúrat ekki neitt, nema þá helst að horfa á íslenska bachelorinn eða leitina eða hvað þetta heitir.

Þessi helgi stefnir reyndar í góða helgi þar sem að hún byrjar með því að það verður haldið Októberfest hérna í HÍ og það virðist lofa góðu miðað við dagskrána. Aldrei að vita nema að maður fái sér Bratwurst, Brezel og svo kannski bara smá bjórsopa svona til að kræsingarnar standi nú ekki í manni. Þannig að ef þig vantar eitthvað skemmtilegt til að gera á föstud. komdu þá í sirkustjaldið sem búið er að reisa fyrir framan HÍ og þá erum við að dansa;)

En þá er komið að því sem ég er búin að setja fyrir mig í langan tíma, ég var klukkuð og þarf því að segja 5 tilgangslausar staðreyndir um sjálfa mig. So here goes nothing:

1) Mér finnst grænar baunir vondar. Ég er búin að reyna að læra að borða þær en Neibb þær eru ekki góðar, tut mir leid!
2) Mér finnst bjór góður, hummmm........kemur líklega engum á óvart:)
3) Ég hef tvisvar sinnum búið í Þýskalandi í eitt ár í senn, kannski skýringin á bjórdrykkjunni!!!
4) Ég er búin að vera í skóla síðastliðin 20 ár samfellt, ég hlýt að vera klikkuð
5) Mér leiðast keðjubréf............
sem er ástæðan fyrir því að ég ætla ekki að klukka neinn, muhahahahhahahaaaa........

Prost und auf Wiedersehen...........