Ríkey

fimmtudagur, október 13, 2005

Suma daga á maður ekki að fara fram úr.........ég átti einn slíkan í gær. Byrjaði á því að ég var að ryksuga og var að rembast við að kíkja undir skáp hvort að það væri nokkuð eitthvað dót þar sem ég mætti ekki láta hverfa inn í ryksuguna. Við það þá rak ég mig svona harkalega í hornið á massívu tréborði og gerði þar með heiðarlega tilraun til þess að kinnbeins brjóta mig með tilheyrandi sársauka. En áfram héldu þrifin. Þar næst þegar ég var alveg að verða búin að ryksuga þá sá ég allt í einu að einn puttinn á mér var allur blóðugur, ég hafði greinilega rekið mig í og fengið sár. Nema hvað restin af tiltektinni tókst nú áfallalaust. Síðan var komið hádegi og ég orðin svöng, ótrúlegt en satt. Þannig að fyrir valinu varð ristuð beygla og þegar ég er að taka beygluna upp úr brauðristinni þá brenni ég mig á þumalputta og fékk blöðru. Um kvöldið voru svo tærnar á mér orðnar eitthvað of stórar þannig að mér tókst að berja þeim í hitt og þetta sem á vegi mínum varð. Vona að þetta hafi verið óheppni dagurinn þetta árið og það sé langt í þann næsta.

Annars þá fór ég á kaffihús í gærkvöldi með Eyrúnu og Kristínu. Við sátum á kaffihúsi niðri á Lækjartorgi og allt í einu sjáum við fullt af menntaskólakrökkum á leið á skólaball. Það er nú svo sem ekki í frásögur færandi nema hvað stelpurnar voru í nánast engu og það var alveg skítkalt úti, bbrrrrrr. Held að sum pilsin hafi ekki verið efnismeiri en hárband.......omg er ég að verða kelling eða klæddi maður sig kannski líka svona þegar maður var í menntó, algjörlega óháð veðri............eða er maður kannski bara abbó af því þessar stelpur geti verið í svona stuttum pilsum meðan maður myndi aldrei sýna fínu lærin sín í svona stuttu, ég veit ekki;)