Ríkey

föstudagur, september 15, 2006

Jább Óli kom heim í gær enda hefði ég ekki orðið glöð með að vera komin út á völl og hann hefði ekki komið. Ég er nebbla ekki mikið fyrir það að vakna kl.5:30 á nóttunni. En þegar ég kom út og var að labba út í bíl þá stoppaði ég aðeins og virti fyrir mér hvað allt var rólegt. Það var alveg þögn úti, alveg logn og 15°C hiti. Það er nebbla soldið fyndið hvað veðrið virðist fara í gang um leið og dagurinn, svona rétt eins og það sé ýtt á "On"- takka til að setja daginn og veðrið í gang á sama tíma. Maður ætti kannski að fara að vakna fyrr á morgnanna og njóta góða veðursins sem er þá................ hummmm kannski samt ekki, held að mér finnist betra að sofa aðeins lengur.

Þar sem ég stóð út á flugvelli og beið þess að Óli kæmi þá var ég að fylgjast með fólkinu sem var að koma til landsins og fólkinu sem sótti það. Það voru allir svo glaðir að hitta vini sína og ættingja sem voru komnir að sækja þá. Allir að kyssast og knúsast þarna og fólki var alveg sama um þá sem á eftir þeim komu út úr tollinum, fólk tók sér bara sinn tíma og hinir máttu bara bíða þangað til það var pláss fyrir þá að komast lengra. Það lá stundum við umferðaröngþveiti þarna. En allt fór þetta nú vel fram og Óli kom að lokum og auðvitað stökk ég á hann og knúsaði hann og kyssti, maður getur ekki farið að vera öðruvísi en hinir;)