Fyrirmyndir
Heyrði í morgun umræðu um fyrirmyndir á einni útvarpsstöðinni á leið minni í skólann. Að mestu leyti snérist þetta um að börn nú til dags hefðu engar heilbrigðar fyrirmyndir eins og voru hér á árum áður. Einnig snérist umræðan um að ung börn væru að nota kynferðisleg og klámfengin orð dagsdaglega og flestir sem hringdu inn í þennan þátt voru sammála um að þetta væri allt foreldrunum að kenna að leyfa börnunum sínum að hanga á netinu og glápa á sjónvarpið daginn út og daginn inn. En eftir að hafa hlustað á þessa umræðu alla leið niður í skóla þá fór ég að velta fyrir mér hvort þetta blessaða útvarpsfólk hefði einhvern tímann velt því fyrir sér að þau væru líka fyrirmyndir barna sem hlusta á þáttinn. Einn þáttastjórnandinn var að hneykslast á því að lítil börn væru að nota orðið *sexy* en á þessum 15 mín. sem ég hlustaði á þau þá notaði þessi sami þáttastjórnandi þetta orð örugglega 4-5 sinnum þannig að er það nema furða að lítil börn noti það sem þau heyra í útvarpinu.
Þetta fékk mig bara til að hugsa að maður þarf kannski að passa sig meira hvað maður segir og í návist hvers maður segir hlutina.
Heyrði í morgun umræðu um fyrirmyndir á einni útvarpsstöðinni á leið minni í skólann. Að mestu leyti snérist þetta um að börn nú til dags hefðu engar heilbrigðar fyrirmyndir eins og voru hér á árum áður. Einnig snérist umræðan um að ung börn væru að nota kynferðisleg og klámfengin orð dagsdaglega og flestir sem hringdu inn í þennan þátt voru sammála um að þetta væri allt foreldrunum að kenna að leyfa börnunum sínum að hanga á netinu og glápa á sjónvarpið daginn út og daginn inn. En eftir að hafa hlustað á þessa umræðu alla leið niður í skóla þá fór ég að velta fyrir mér hvort þetta blessaða útvarpsfólk hefði einhvern tímann velt því fyrir sér að þau væru líka fyrirmyndir barna sem hlusta á þáttinn. Einn þáttastjórnandinn var að hneykslast á því að lítil börn væru að nota orðið *sexy* en á þessum 15 mín. sem ég hlustaði á þau þá notaði þessi sami þáttastjórnandi þetta orð örugglega 4-5 sinnum þannig að er það nema furða að lítil börn noti það sem þau heyra í útvarpinu.
Þetta fékk mig bara til að hugsa að maður þarf kannski að passa sig meira hvað maður segir og í návist hvers maður segir hlutina.