Ríkey

mánudagur, mars 30, 2009

Diskó Friskó....

Hvernig væri að diskó tíminn kæmi aftur í tísku - held að það myndi gera lífið skemmtilegra, að minnsta kosti yrði það litríkara. Allavegana miðað við þá búninga sem fólk kom í í afmælispartýið okkar Kristínar síðustu helgi. Það skemmtilegasta við þetta var að nánast allir mættu í búning og tóku þátt í gleðinni með okkur. Langar að nota tækifærið og þakka öllum sem komu fyrir komuna og takk fyrir mig. Læt fylgja eina mynd af okkur fögru litlu diskódísunum :)