Hvað gerir maður þegar einhver lyktar mjög illa sem maður vinnur með. Lætur maður viðkomandi vita eða leiðir maður þetta hjá sér....... það er einn sem ég vinn stundum með ég gekk í áttina þar sem hann sat og þvílík svitalykt sem tók á móti mér, úff langaði bara að snúa við en ég þurfti að tala við hann. Svo er annar sem hellir a.m.k. hálfri flösku af "góðri" lykt á sig á hverjum degi, það er svo mikið að það er alltaf ský í kringum hann. Ætli fólk finni ekki sjálft ef það er vond lykt af því eða of mikil lykt..... en hvað gerir maður, segir maður fólki frá þessu ef maður þekkir það ekkert allt of vel að lokar maður bara nefinu og heldur áfram að brosa??? Ælti maður sé sjálfur angandi af svitalykt og táfýlu og enginn segir neitt...... hummm....spurning um að fara tékka á því hvort fólk sé að forðast mann :)
þriðjudagur, janúar 27, 2009
<< Home