Ríkey

fimmtudagur, mars 26, 2009

Long time no hear.....

Þá er maður búinn að prófa að skíða í hinni stóru ameríku. Gekk mjög vel þrátt fyrir svart útlit í byrjun ferðar, ég hölt og Óli veikur. Það var haltur sem leiddi blindann á leiðinni út í vél, en eftir að hafa andað að okkur ameríska fjallaloftinu í nokkra daga þá var skíðað alveg villt og galið. Það er svo fyndið hvað kaninn er mikið fyrir small talk. Allir byrja að spjalla við mann eins og þeir hafi rosalegan áhuga á að kynnast manni. Fólkið sem var með manni í lyftunni, leigubílstjórar og bara allir. Svo eru allir svo kurteisir, t.d. lyftuverðirnir óskuðu manni góðrar ferðar þegar maður settist í lyftuna. Þeir spurðu líka alltaf hvernig maður hefði það, stundum sundu þeir fyrir mann. Eitthvað aðeins annað en lyftuverðir á Íslandi sem yfirleitt garga á fólk því Íslendingar kunna ekki að vera 4 saman í röð til að fara í stólalyftuna.

Um leið og fólk komst að því að maður var frá Íslandi þá heyrðist yfirleitt:
"You really made the news"
"Do you have any money left in the country?" (með mikilli samúð í röddinni)

Svo var einn leigubílstjóri sem spurði bara hvernig þetta gerðist eiginlega......humm hvernig útskýrir maður hrun hagkerfisins í stuttu máli fyrir einhverjum sem veit ekkert um Ísland og líka þegar maður veit kannski ekki alveg sjálfur hvað gerðist.....