Ríkey

sunnudagur, apríl 12, 2009

Gleðilega páska....

Held að ég elski páskafríið .... vildi bara að það væri aðeins lengra :o) Þá hefði ég lengri tíma til að borða páskaeggin mín - úff er komin með í magann af öllu súkkulaðiátinu í dag. En hvers vegna hámar maður allt í sig á einum degi, hversu heimskulegt er það. Maður treður í sig af súkkulaði og einstaka mjólkusopa inn á milli þangað til maður engist um af magaverkjum, þá fyrst kemur sú hugsun upp að kannski ætti maður að stoppa í smá stund.

Til þess að ég þurfi að gera sem minnst í þessu páskafríi þá gerði ég heiðarlega tilraun til þess að skera af mér tvo putta í gær. Tókst ekki betur en svo að ég er með tvo vel plástraða fingur á vinstri hendi - ekkert alvarlegt en það blæddi samt alveg nóg úr þessu. Verð nú samt að viðurkenna að ég mæli ekkert sérlega mikið með þessari aðferð til að liggja og gera ekki neitt........